Forskaren

Tuesday, June 26, 2007

sumar og sol

Mér dettur eiginlega ekkert annað í hug þessa dagana en að tala um góða veðrið og hvað það er gaman að það sé sumar. Ég keypti mér fullt af frostpinnum í kvöld og komst síðan að því þegar heim var komið að frystinn var fullur af frostpinnum....

Brá mér út fyrir bæinn um helgina og þótti frábært! Ætla á Eyrarbakka næstu helgi til að vinna í húsinu hennar Írisar minnar.
Hafið það gott þangað til næst.
Svo er aldrei að vita nema maður skelli sér með til Flateyjar ef það er mikil stemning! :)

Tuesday, June 19, 2007

Sumarið er komið

Sumarið er svo sannarlega komið hingað til Íslands og ég get ekki annað sagt en ég sé með sól í hjarta þessa dagana. :)
Ég fer reyndar ekkert erlendis þetta sumarið, en maður veit svosem aldrei hvað á eftir að gerast... :) En allavega, hef svosem ekkert mikið að segja nema að mér finnst frábært þegar það er sumar á íslandi.
ég og Grumpa erum búnar að vera frekar duglegar að fara í roadtrip og erum að leggja land undir fót næstu helgi og ætlum að fara austur á Vík í Mýrdal og gista yfr nótt á bændagistingu og losna þannig við allt stress við að vera komin á bæinn á einhverjum ákveðnum tíma.
Grumpa hefur þá nægan tíma til að klifra, skríða, renna sér og rúlla í náttúrunni eftir myndefni. :) Ég hlakka mikið til! Bæði að upplifa náttúruna og fylgjast með Grumpu! :)
Jæja, farin í mat að grípa eitthvað matarkyns til að japla á.
vona að þið öll eigið góðan dag.

Tuesday, June 05, 2007

Bara varð!!



Þetta er svo fyndin mynd! Ég bara varð að setja hana á síðuna mína...

Tveir flottir sjómenn frá 19. öld...eða þannig....:)

Undir Eyjafjöllum




Jæja, búin að eiga afmæli og svei mér þá, ég held að ég sé orðin fullorðin. :) Annars er aldur náttúrulega afstæður og meira ætla ég nú ekki að fara út í það. Þið bloggarar góðir getið síðan reynt að geta upp á því hvað ég er gömul. :)
það er náttúrulega allt önnur saga...

En að öðru, Ég verð að segja frá því sem ég gerði um helgina. Mér finnst það nefnilega svo æðislegt! Ég keyrði austur undir Eyjafjöll og keyrði að Seljavallalaug. Maður kemst ekki lengra en að nýju lauginni sem stendur því miður lokuð og auð núna. Þar lagði ég bílnum og hóf göngutúrinn upp að elstu sundlaug landsins. Gangan er alls ekki löng en maður þarf svolítið að príla og passa sig náttúrulega að renna ekki á hálum steinum og svoleiðis. En, áfangastaðurinn er því skemmtilegri sem maður þarf að hafa örlítið fyrir því að komast þangað. :)

Ég fór uppeftir í hálfgerðri von og óvon um að hægt væri að fara ofan í laugina. Ég var nefnilega ekki viss hvort hún væri kannski ísköld eða ekki. En viti menn, hún er upphituð og ef ekki hlýrri en margar laugar í bænum. Mikið var nú yndislegt að synda undir fjallinu, í algjörum friði og hlusta á vindinn og fuglana. Lífið gerist varla betra en þetta. :) Maður nær líka einhvern veginn annarri tengingu við náttúruna þegar maður er staddur einn út í henni.
þetta var allavega mikil og fögur upplifun.

Ég var líka svo heppin að það rigndi ekkert allan tímann sem ég gekk uppeftir, var í lauginni og ekkert heldur á leiðinni niður aftur í bílinn. Það var ekki fyrr en ég var sest inn í bílinn og byrjuð að drekka kaffið mitt að það fór að hellirigna.
Ég mæli allavega með þessum yndislega stað.
Eigiði góðan dag.

Friday, May 25, 2007

Og svariði nu

Botnaðu setninguna í comments:

Ef þú værir fastur/föst með mér í bókasafni í heila viku, þá myndirðu.....

Wednesday, May 23, 2007

Frabær markaður







Markaðurinn á Eyrarbakka var alveg frábær hreint út sagt. Við vorum með nokkra kettlinga í búri á borðinu okkar vegna þess að við þurftum að losna við litlu krílin. Þetta sló svo rækilega í gegn að foreldrar barnanna á Eyrarbakka og gott ef ekki Stokkseyri líka voru rifnir upp úr rúmum, frá garðyrkju, messustörfum, göngutúrum og guð má vita hverju öðru til að fara niður á markað og sjá litlu kisukrílin sem voru svo krúttlegir. Enda losnuðum við við 4 kettlinga af 5. Frábær árangur verð ég að segja. Mamma seldi líka fullt af handverki og svo fór náttúrulega alltaf smádótið sem kostaði 100 kall.
Ég og mamma fórum síðan á tónleika sem haldnir voru á Stokkseyri. Þar voru stelpur frá tónlistaskólanum á Akranesi sem spiluðu allar á fiðlur, sungu og fóru með ljóð. Þetta var frábært hreint út sagt og bæði ég og mamma felldum tár yfir sumum lögunum, þau voru svo falleg.
Annars vona ég að allir eigi góðan dag í dag!
P.S. Viljiði láta mig vita ef þið sjáið ekki myndirnar sem ég setti inn. Ég er nefnilega að vinna á Makka og hann birtir ekki alltaf myndirnar sem ég set á netið. :)

Tuesday, May 15, 2007

Eins og vindgöng?

Kosningarnar og Eurovision afstaðin og það fór sem fór; stjórnin hélt velli og austur evrópuþjóð vann söngvakeppnina!
Surprise surprise! :)
Annars verð ég bara að segja ykkur frá því hvað mér fannst fyrirsögn Fréttablaðsins í morgun fyndin! Ég veit ekki hvort þetta hefur verið Samfylkingarmaður/kona sem skrifaði þessa forsíðufrétt, en hún hljóðar svo: ,,Framsókn opin í báða enda" (!!)
Ég verð eiginlega að segja, sem bókmennta- og menningarfræðingur, þá er nú aldeilis hægt að túlka þessa setningu á mjög fyndin hátt. Eins og margir hafa vafalaust velt fyrir sér, þá virðist Framsókn ekki tilheyra neinni stjórnmálastefnu eða stjórnmálaflokki ef því er að skipta. Hann virkar samkvæmt forsíðu Fréttablaðsins í rauninni bara vera hálfgerð vindgöng þar sem loftið blæs frjálst um og þar sem ekkert finnst....nema jú loft! :)
Kíkiði annars á þetta! Svona ef þið hafið ekkert að gera í vinnunni eða heima hjá ykkur á kvöldin þegar börnin eru sofnuð:

http://us.mms.com/us/dark/dark_game.jsp

maður á víst að finna 50 kvikmyndatitla út úr þessu. :)
Skemmtið ykkur vel

Friday, May 11, 2007

Eastern - Eurovision Song Contest 2008




Jæja, enn eitt Eurovision kvöldið á enda runnið og enn einu sinni erum við Íslendingar skildir eftir með sárt ennið og með spurningar á vörunum eins og: Hvað gerðist eiginlega? Og af hverju komumst við ekki áfram, eins og lagið okkar var flott?

Svörin við þessum spurningum eru nú reyndar ansi einföld eins og staðan er í dag. Við, eins og aðrar Vestur Evrópuþjóðir eigum bara orðið engan séns á móti þessu Eurovision óðu einstaklingum í gömlu austurtjalds löndunum...... það eru allir trylltir að senda sms fyrir gamla heimalandið sitt. :)

Mér finnst ekki að þetta eigi að vera svona, vegna þess að litlar þjóðir eins og ísland, Malta, Danmörk ofl. eiga aldrei eftir að komast upp úr undankeppninni, og fá þar með aldrei einu sinni tækifæri til að reyna að sigra keppnina.

Þarna voru reyndar nokkur skemmtileg lög frá austur Evrópu, en mörg alveg skelfileg svo vægt sé til orða tekið. Mér fannst okkar lag reyndar rosalega flott og Eiríkur Hauksson rúllaði þessu upp. En það skiptir engu máli hvernig lag við komum með, það er engin einu sinni að fylgjast með Íslandi í þessari keppni....það er að segja austur Evrópuþjóðirnar.

Annars ætla ég nú ekki að halda því fram að allar Vestur Evrópuþjóðirnar hafi komið með framúrskarandi lög....sbr. Danmörk og Sviss til dæmis, en svo er náttúrulega bara gaman að horfa á þessa keppni, hneykslast á söngnum, búningunum, fólkinu, stigagjöfinni og öllu sem manni dettur í hug. Ég var líka mjög stolt af sjálfri mér vegna þess að mér tókst að láta Tensai San horfa á alla keppnina með mér! Geri aðrir betur! :)